Í ár býður Grani upp á fyrri og seinni úrtöku.
Fyrri úrtakan verður sameiginleg með hestamannafélaginu Herði og Adam og fer fram á Varmárbökkum fimmtudaginn 2. júní nk.
Seinni úrtakan mun svo fara fram með hestamannafélaginu Létti á Akureyri 11-12 júní. Skráning fyrir þá úrtöku verður auglýst síðar.
Skráning fyrir fyrri úrtöku hefst í dag fimmtudag 26.5 og lýkur á miðnætti þriðjudag 31.5. Ekki verður tekið á móti skráningum eftir þennan dag!
Skráning fer fram á sportfengur.com.
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr. 4.500
Skráning fer ekki fram fyrr en skráningargjald hefur verið greitt!
Stjórn Grana.