Nú hefur Léttir boðið okkur austan Vaðlaheiðar að koma með lið í mótaröð sem byrjar þann 19 febrúar. Auðvitað mætum við gallhörð í það.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með í liðinu er bent á að hafa samband við Svanhildi 699-5775 eða Einar Víði 869-3248. Fyrir áramót !
Fyrirkomulagið er svona
- 5 Lið keppa. (6 lið ef mikil þáttaka er)
- Ótakmarkaður fjöldi í hverju liði.
- 6 í hverju liði keppa hvert sinn.
- Þrír í 1 flokki og þrír í 2 flokki.
- Bara A úrslit í hvorum flokki.
- Liðin ráða hvort börn,unglingar, eða ungmenni skipi liðið ein eða ásamt fullorðnum.
- Keppt verður á föstudögum.
- 3 dómarar dæma.
- Heildarfjöldi keppenda hvert kvöld er enn 30. (36)
Ákveðið er að leggja upp með svipuð lið og í fyrra, Akureyri verður með 2 lið, Hörgársveit 2 lið, Þingeyjarsveit, eitt lið og Dalvík og Eyjafjarðarsveit með eitt lið saman. Þetta er sett upp að því gefnu að viðkomandi félög hér í kringum okkur vilji vera með. Menn keppa í sama flokki í öllum greinum. Börn og unglingar keppa í 2 flokki. Ungmenni geta valið hvort þau keppa í 1 eða 2 flokki, fer eftir keppnisreynslu. Ef næst ekki að fylla í lið, þá er möguleiki að fá menn af öðru svæði í liðið.
Keppnisdagar:
19. febrúar KEA-Mótaröð, tölt T2 – Léttishöllin
04. mars KEA-Mótaröð, fjórgangur – Léttishöllin
31. mars KEA-Mótaröð, fimmgangur – Léttishöllin
08. apríl KEA-Mótaröð, tölt og skeið – Léttishöllin