Opin Gæðingakeppni Léttis og fyrri úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á Hlíðarholtsvelli 8-9 júní, seinni úrtakan fyrir Landsmót verður svo haldin á Hringsholtsvelli á Dalvík 15-16 júní.
Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/ og velja þarf Gæðingakeppni Léttis fyrir fyrri úrtökuna og á Gæðingakeppni Hrings fyrir þá seinni. Skráningu líkur í báðar úrtökurnar á miðnætti miðvikudagsins 6.júní (Hringsfélagar hafa þó lengri skráningarfrest á seinni úrtökuna og verður það auglýst síðar).
Skráningargjaldið er 5000 kr. fyrir fullorðna á fyrri úrtökuna og 3000 kr. fyrir börn og unglinga á þá fyrri. Skráningargjaldið á seinni úrtökuna er 3500 kr. fyrir fullorðna og 2000 kr. fyrir börn og unglinga.
Besta einkunn hests gildir inn á Landsmót sama á hvorri úrtökunni sú einkunn vannst.
Þeir sem skrá sig á Gæðingakeppni Hrings eftir miðnætti 6. júní eru einungis að taka þátt í gæðingakeppni Hrings en ekki í úrtöku fyrir Landsmót (nema að sjálfsögðu Hrings félagarnir).
Þessar úrtökur eru sameiginlegar fyrir Léttir, Funa, Grana, Hring, Þráinn og Þjálfa.
A.T.H. fyrirhugaðri seinni úrtöku 13. júní hefur verið aflýst og í staðinn verður hún á Dalvík.
Keppt verður í:
A flokki gæðinga
B flokki gæðinga
C flokki gæðinga
Ungmennaflokki
Unglingaflokki
Barnaflokki
T1 tölt – opinn flokkur (aðeins forkeppni).
5 dómarar dæma á Akureyri og 3 dómarar á Dalvík.
Allar afskráningar þurfa að berast á netfangið ath@raftakn.is , sjá reglur um afskráningar númer 8.4.8 Dregið til baka úr keppni (er hér neðar í færslunni). Afskráning er ekki gild nema hún komi á netfangið ath@raftakn.is
Mótstjóri á Gæðingakeppi Léttis og fyrri úrtökuna er Andrea og allar nánari upplýsingar eru í s. 864 6430 og yfirdómari er Sigurður Ævarsson.