Allar fréttir

27 mar, 2023

Krakkanámskeið

2023-03-27T08:56:12+00:00 27 mars , 2023|Fréttir|0 Comments

Kæru hestamenn Oddný Lára Guðnadóttir ætlar að endurtaka leikinn og bjóða upp á reiðnámskeið fyrir krakka. Fyrirhugað er að fara af stað með námskeið í Bústólpahöllinni helgina. 1 -2 april. Með fyrirvara um breytingar. Skipulagið er svona, þetta eru þrír hópar, allir hópar mæta saman föstudaginn 31. mars milli 16-18. Þá er kynning, smá bóklegt, [...]

10 jan, 2022

2022-01-10T22:43:28+00:00 10 janúar , 2022|Fréttir|0 Comments

Ný árskort í reiðhöllina 2022 Frá og með 15 janúar 2022 gilda einungis ný árskort í reiðhöllina fyrir 2022. Verðskrá má finna hér. Þeir sem eru með lykla af reiðhöllinni eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim inn í janúar til Hugrúnar eða Einars Víðis ef þeir ætla ekki að endurnýja kortin sín.

18 okt, 2019

Fræðsluferð Grana 2019

2019-10-18T22:55:09+00:00 18 október , 2019|Fréttir|0 Comments

Granamenn athugið! Loksins, loksins! Laugardaginn 26.október stendur Grani fyrir fræðslu og menningarferð. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl. 09:00 og farið í Skagafjörð. Að þessu sinni ætlum við að heimsæka Magnúsi Braga og Betu á Íbishóli og svo Skapta á Hafsteinsstöðum. Auðvitað verður tekið matarhlé á leiðinni. Skráning hjá Bjarka í síma 8654765 fyrir [...]

1 maí, 2019

Lagabreytingar á aðalfundi Grana

2019-05-01T13:39:52+00:00 1 maí , 2019|Fréttir|0 Comments

Kæru félagar Það stendur til að breyta og aðlaga lög  félagsins (sem má finna hér) núna á aðalfundi. Stefán Haraldsson er búinn að leggjast yfir lög annara hestamannafélaga og aðlaga þau að okkar þörfum. Viljum við biðja ykkur að lesa yfir skjalið, bera saman og senda okkur svo línu á granamenn@gmail.com ef ykkur langar að [...]

17 apr, 2019

Reiðkennsla

2019-04-17T10:58:08+00:00 17 apríl , 2019|Fréttir|0 Comments

Sunnudaginn 28. apríl kemur Ásdís Helga reiðkennari aftur til okkar í Bústólpahöllina. Ásdís kennir lengra komnum krökkum almenna reiðmennsku og Trec-þrautir. Krakkarnir mæta tvisvar yfir daginn. Fyrst er reiðkennsla og síðar um daginn eru Trec-þrautir (3 manna hópar – 50 mín í senn). Verð 7000 kr á barn. Æskulýðsnefnd Grana greiðir niður námskeiðið um 2000 [...]

12 apr, 2019

Myndarlegur styrkur frá Sparisjóðnum

2019-05-23T21:20:03+00:00 12 apríl , 2019|Fréttir|0 Comments

Frábærar fréttir að Sparisjóðurinn veitti okkur hestamönnum í Þingeyjarsýslu myndarlegann styrk til uppbyggingar hestamennsku á svæðinu. Takk kærlega fyrir. Frétt af 640.is "Vegna góðrar afkomu síðasta árs veitir sjóðurinn um 10 mkr. til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu. Á aðalfundinum voru Hestamannafélögunum Grana og Þjálfa veittur styrkur að fjárhæð 1 milljón króna til eflingar kennslu [...]

10 apr, 2019

Lokun reiðvega í Saltvík

2019-04-10T21:35:21+00:00 10 apríl , 2019|Fréttir|0 Comments

Ágætu félagar! Stjórn Grana hefur nú lokað vegna aurbleytu reiðleiðum sem eru ekki malbornar í Saltvík, neðan þjóðvegar frá Litlu Saltvík norður að Gvendarbás. Óskum við eftir samvinnu við ykkur að leyfa landinu að jafna sig.

19 feb, 2019

Þorraþræll

2019-02-19T23:31:36+00:00 19 febrúar , 2019|Fréttir|0 Comments

Kæru félagsmenn nú er komið að því! Fyrsta innanhúsmót vetrarins er að bresta á. Töltmót Grana og Þjálfa verður haldið í Bústólpahöllinni laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 13:00. Keppt verður í tölti T8. Meira vanir og minna vanir.  Frjáls ferð upp á báðar hendur. Skráning fer fram á staðnum og skráningargjald er 1000kr á hest. [...]

2 feb, 2019

Reiðhöllin lokuð

2019-02-02T17:56:21+00:00 2 febrúar , 2019|Fréttir|0 Comments

Kæru félagsmenn athugið! Viljum minna á að reihöllin verður lokuð næstu 2 vikurnar (virka daga) milli 17 og 18.30 vegna námskeiða fyrir börn og þriðju vikuna milli 17 og 18.