Allar fréttir

19 okt, 2015

Málþing um samstarf

2015-12-14T20:42:30+00:00 19 október , 2015|Fréttir|0 Comments

Hestamannafélagið Grani býður félagsmönnum sínum,Feykis og Þjálfa til málþings um samstarf. Okkur langar að skoða með ykkur hvort eitthvað í félagsstarfi hestamannafélaganna eigi samleið og geti verið okkur öllum til styrks og ánægju. Við byrjum kl 13  nk. Laugardag, 24. Okt í Bústólpahöllinni. Vöfflur og heitt á könnunni Vonumst til að sjá ykkur sem flest. [...]

6 okt, 2015

Haustskýrsla 2015

2015-12-19T19:38:01+00:00 6 október , 2015|Fréttir|0 Comments

Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is. Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill [...]

23 sep, 2015

Tiltekt og vöflukaffi

2015-12-19T19:40:17+00:00 23 september , 2015|Fréttir, Reiðhöll|0 Comments

Kæru Granafélagar það er tiltekt kl 19 á mánudaginn nk.í höllinni ,á eftir er heitt á könnunni og ég ætla að henda í köku. Þá er tilvalið og gaman að hittast og ræða hvernig við viljum sjá vetrarstarfið okkar. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórnin og Íris húsvörður

3 sep, 2015

Málþing 17 okt 2015

2015-12-19T19:41:00+00:00 3 september , 2015|Fréttir|0 Comments

Stjórn Grana vill bjóða félagsmönnum sýnum, Þjálfa og Feykis til málþings ,laugardaginn 17 október nk. Kl 14. Okkur langar að athuga hvort ekki séu sóknarfæri til samstarfs með verkefni á einhverjum sviðum hestamennskunnar. Það væri mjög gaman ef einhver ungmenni gætu einnig mætt og hægt væri að stofna sér ungmenna vinnuhóp svo þau gætu komið  sýnum sjónarmiðum [...]

29 ágú, 2015

Fákagleði 2015

2015-12-19T19:41:48+00:00 29 ágúst , 2015|Fréttir|0 Comments

Kæru Granafélagar. Fákagleðin verður haldin laugardaginn 29.ágúst. Farið verður í reiðtúr frá reiðhöllinni kl.14:00 og í leiki á eftir. Um kvöldið er svo grill hjá Dísu kl. 20:00, Það kostar kr. 1.500.- í grillið. Vinsamlega látið vita fyrir hádegi á föstudaginn hverjir ætla að mæta í grillið. Sími: 895-1235 Dísa.

29 júl, 2015

Á ekki að skella sér á mót?

2015-12-19T19:43:27+00:00 29 júlí , 2015|Fréttir, Mót og úrslit|0 Comments

Stórmót Þjálfa verður haldið á Einarsstöðum helgina 8-9. ágúst næstkomandi. Keppt verður í : A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki, tölti, öldungaflokki og skeiði. Miðaverð er 3000 kr. en frítt fyrir þá sem eru yngri en 14 ára og þá sem eru 67 ára og eldri. Upplýsingar um skráningu og dagskrá koma síðar. Nefndin

1 júl, 2015

Framundan

2017-04-25T19:25:35+00:00 1 júlí , 2015|Fréttir, Reiðhöll|0 Comments

Kæru félagar. Við stefnum á að halda alvöru sveitaball í reiðhöllinni föstudagskvöldið 24.júlí, okkar félagi til fjáröflunar. þar verður sjálfboðavinna nauðsyn,og allar hendur vel þegnar. Ég er að safna á lista nöfnum og símanúmerum fólks sem er til í að leggja eitthvað af mörkum í kringum þennan viðburð, svo ég hvet þig félagsmaður góður að hafa samband og [...]