Að gefnu tilefni, þá langar mig að fara yfir forsendur þess að verðskránni að reiðhöllinni var breytt.
1. Hækkað aldurstakmark ,til 18 ára var til þess að samræma styrki sem koma árlega frá æskulýðs og tómstundanefnd og renna til hallarinnar. Teljum við það samræmast okkar stefnu. Með því hvetjum við ungmennin okkar til notkunar í höllinni ,auðveldum fjölskyldum að kaupa árskort, því hverjum ungling fylgir nær alltaf fleiri korthafar.
Þessu ræður hver stjórn fyrir sig og varð þetta niðurstaðan núna.
Ekki er um fjárhæðir að ræða sem breyta fjárhagsstöðu hallarinnar.
2. Lífeyrisþegaákvæðið.
Sá sem er 67 ára eða eldri er löggiltur lífeyrisþegi og segir kennitalan þar um. Öryrkjar geta framvisað korti þess efnis til geta nýtt sér þennan afslátt. Þeir sem komnir eru á eftirlaun enn ekki orðnir 67 ára teljast ekki til lífeyrisþega enn skv.skilgreiningu Tryggingastofnunar.
Þarna eru ekki háar fjárhæðir í húfi.
Með þessu ákvæði erum við að samsama okkur öðrum íþróttamannvirkjum í Norðurþingi og hvetja eldriborgara og öryrkja innan okkar félaga til að nota höllina.
Við höfum lagt mikla áherslu á að Bústólpahöllin sé rekin sem íþróttamannvirki á pari við önnur á starfsvæði Grana og Þjálfa ,hljóti viðurkenningu samfélagsins og sé styrkt sem slík.
Þá þýðir ekki annað að ganga alla leið og sýna í verki hvernig við lítum á Bústólpahöllina sjálf.
Í febrúar og mars verða 4 stíur lausar til afnota fyrir félagsmenn Grana og Þjálfa, eftir það 8.
Best er þó ef ætlunin er að hafa hross yfir nótt, að hafa samband við Írisi húsvörð,til að tryggja sér laust pláss, og að höllin sé ekki upptekin vegna td.námskeiðs.
Íris er með síma: 8679045
Nú eru kortin frá fyrra ári að renna út smátt og smátt og hvet ég fólk til að passa uppá það hver fyrir sig.
Hægt er að skipta greiðslu á árskorti,og fá nánari upplýsingar ef spurt er eftir því hjá Lilju.
liljahrund@live.com eða í síma 8663060