Krakkanámskeið í hestamennsku

Síðastliðna viku var haldið námskeið í hestamennsku fyrir aðeins lengra komna krakka og núna í vikunni fyrir byrjendur. Við ákváðum að hafa ekki fleiri en sex krakka saman í hóp til að geta synnt hverjum og einum sem best. Bæði námskeið voru full bókuð og gat ljósmyndarinn ekki séð annað en að krakkarnir voru á fullu og mjög ánægð með námskeiðið.
Við viljum þakka Irisi, sem sér um æskulydsnefndina hjá okkur, leiðbeinendum okkar Iðunni og Einari, duglegum aðstoðarmönnum og síðast en ekki síst félagsmönnum sem lánuðu hross og reiðtygi.

 

2018-03-15T16:44:47+00:00 15 mars , 2018|Fréttir|0 Comments

About the Author: