Nýjustu fréttir og tilkynningar
Skemmtileg og fræðandi helgi framundan
Hin magnaða Kristín Lárusdóttir heimsmeistari verður með námskeið helgina 16-17 jan í Bústólpahöllinni. Kristín er menntaður reiðkennari frá Hólum. Hún er Íþróttaknapi ársins 2015 . Kristín átti hug og hjörtu allra hestamanna þegar hún fór Krýsuvíkurleiðina að sigri í tölti á heimsmeistaramótinu á Þokka frá Efstu-Grund, ásamt því að vera 5. í A-úrslitum í fjórgangi [...]
Pistill formanns 2015
Liðið og framundan hjá Grana 2015-2016 Ágæti félagsmaður. Frá því í vor ,þegar nýtt starfsár hófst hefur verið líf og fjör í starfinu okkar Völlurinn okkar er nær tilbúinn , æskulýðsnefndin hefur haldið 6 námskeið úti og inni með góðri þáttöku,við héldum firmakeppni,fjölskyldudag með Þjálfa,þar sem mættu um 100 manns. Teymdum undir börnum í leikjaskóla [...]
Mótaröð Léttis
Nú hefur Léttir boðið okkur austan Vaðlaheiðar að koma með lið í mótaröð sem byrjar þann 19 febrúar. Auðvitað mætum við gallhörð í það. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í liðinu er bent á að hafa samband við Svanhildi 699-5775 eða Einar Víði 869-3248. Fyrir áramót ! Fyrirkomulagið er svona 5 Lið keppa. (6 [...]
Súpufundur
Fundur og súpa á föstudagskvöldið ! Kæru félagsmenn , það er kominn tími á að hittast,gleðjast og taka stöðuna á Grána ehf,vetrarstarfinu ofl. Ég ætla að skella í góða gúllassúpu og baka brauð með sem verður selt á 1500 kr. Gott ef þið meldið ykkur hér fyrir neðan svo ég viti hversu mikið á að [...]
Hugleiðingar formanns stjórnar Grána ehf
Þegar ársreikningur stjórnar Grána ehf lá fyrir í vor og ný stjórn tók við biðu hennar krefjandi verkefni. Við þurftum að finna leiðir til að greiða af láni uppá 1,7 milljónir og fjárafla fyrir skuldum. Félagið sjálft ætti fyrir þeim ef við myndum selja reiðhöllina,enn það viljum við auðvitað alls ekki,verkefnið er að laga reksturinn [...]
Málþing um samstarf
Hestamannafélagið Grani býður félagsmönnum sínum,Feykis og Þjálfa til málþings um samstarf. Okkur langar að skoða með ykkur hvort eitthvað í félagsstarfi hestamannafélaganna eigi samleið og geti verið okkur öllum til styrks og ánægju. Við byrjum kl 13 nk. Laugardag, 24. Okt í Bústólpahöllinni. Vöfflur og heitt á könnunni Vonumst til að sjá ykkur sem flest. [...]
Haustskýrsla 2015
Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is. Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill [...]
Fiskiveisla
Grani blæs til fiskiveislu í Bústólpahöllinni laugardaginn 3. októbrer kl.12:00. Boðið verður uppá siginn fisk og nýbakað rúgbrauð. Verð 2500kr Nefndin.