Nýjustu fréttir og tilkynningar
Þorraþræll
Kæru félagsmenn nú er komið að því! Fyrsta innanhúsmót vetrarins er að bresta á. Töltmót Grana og Þjálfa verður haldið í Bústólpahöllinni laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 13:00. Keppt verður í tölti T8. Meira vanir og minna vanir. Frjáls ferð upp á báðar hendur. Skráning fer fram á staðnum og skráningargjald er 1000kr á hest. [...]
Reiðhöllin lokuð
Kæru félagsmenn athugið! Viljum minna á að reihöllin verður lokuð næstu 2 vikurnar (virka daga) milli 17 og 18.30 vegna námskeiða fyrir börn og þriðju vikuna milli 17 og 18.
Meistaradeild í hestaíþróttum
Kæru félagsmenn og hestaáhugafólk! Fosshótel Húsavík ætlar að sýna fjórgangskeppni meistaradeildar í hestaíþróttum fyrir okkur á fimmtudagskvöldið kl.19.00. Fjölmennum og höfum gaman saman!
Fræðslu- og menningarferð Grana
Frábær menningarferð að baki. Lögðum af stað kl.9 frá Húsavík og fórum í heimsókn í Garðshorn á Þelamörk fyrir hádegi. Þar var tekið höfðinglega á móti okkur. Fyrst var farið í hesthúsið, hestakostur skoðaður og hitt og þetta spurt. Svo var boðið upp á kaffi og með því á meðan Birna og Agnar sýndu okkur [...]
Fræðsluferð Grana 2018
Granamenn athugið! Loksins, loksins! Laugardaginn 17 nóvember stendur Grani fyrir fræðslu og menningarferð. Lagt verður af stað frá reiðhöllinni kl. 09:00 og fyrsti viðkomustaður er Garðshorn í Þelamörk þar sem Agnar Þór og Birna ætla að taka á móti okkur. Þaðan verður haldið í Litla-Garð til Stefáns Birgis og Herdísar. Á leið okkar frá Garðshorni [...]
Úrtaka fyrir Landsmót
Opin Gæðingakeppni Léttis og fyrri úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á Hlíðarholtsvelli 8-9 júní, seinni úrtakan fyrir Landsmót verður svo haldin á Hringsholtsvelli á Dalvík 15-16 júní. Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/ og velja þarf Gæðingakeppni Léttis fyrir fyrri úrtökuna og á Gæðingakeppni Hrings fyrir þá seinni. Skráningu líkur í báðar úrtökurnar á miðnætti miðvikudagsins 6.júní (Hringsfélagar hafa [...]
Aðalfundur á morgun!
Minnum á aðalfundinn Grana kl.20.00 á morgun í Bústólpahöllini. Kl.18.00 er aðalfundur Grána ehf, rekstrarfélags reiðhallarinnar.
Æfingar fyrir „æskan og hesturinn“
Núna standa yfir æfinga fyrir syningin "Æskan og hesturinn". Æfingar eru á föstudaginn, 27.apríl kl. 20, þriðjudaginn, 1.maí og föstudaginn, 4.maí. Bústólpahöllin verður lokuð á þessum tímum.