Nýjustu fréttir og tilkynningar
Fréttir af Landsmóti
Okkar fulltrúar hafa laglega staðið sig vel á Landsmóti. Við erum mjög stolt af þeim. Þessar flottu 3 stelpur, systur Thelma og Sigrún Högna báðar í a úrslitum og Iðunn 43 af 88 keppendum Áfram stelpur !
Höllin upptekin
Fimmtudagskvöldið 23.júní verður höllin lokuð frá kl 20-23 v fundar. Húsvörður/Lilja Harðar
17 Júní
Hvetjum alla félagsmenn sem get til þess að koma og teyma undir börnum á 17 júní. Hittumst á túninu við framhaldsskólan klukkan 14:30, því fleiri hross því betra 🙂 Þeir sem hafa ekki hesta í þetta en geta aðstoðað er bent á að hafa samband við Svanhildi 699-5775 Með von um jákvæð viðbrögð 🙂
Reiðnámskeið byrjuð
Nú eru reiðnámskeiðin farin af stað, 14 hressir krakkar eru skráðir sem skipt er í tvo hópa. Það verður líf og fjör hjá okkur þessa daga og vonandi fáum við svona frábært veður út vikuna. Eigið frábæran dag í blíðunni, það ætlum við sko að gera 🙂 Setjum fleiri myndir í vikunni
Firmakeppni Grana
Firmakeppni Grana verður haldinn fimmtudaginn 16 júní klukkan 20:00 Keppt verður í 4 flokkum Karlaflokkur Konuflokkur Barnaflokkur 16 ára og yngri Pollaflokkur Keppendur eru beðnir að mæta 19:30 til að skrá. Kaffisala verður eftir mót í Bústólpahöllinni og kostar 500kr (enginn posi) Félagsmenn fjölmennum og eigum skemmtilegt kvöld saman. Ef gott veður verður og mikil [...]
Reiðnámskeið
Fyrir börn fædd 2009 og eldri. Dagana mánudaginn 13. júní til föstudagsins 18. júní bjóða hestamannafélögin Grani og Þjálfi upp á námskeið í reiðmennsku fyrir byrjendur og lengra komna. Byrjendur eru á milli kl. 10:30 og 12, lengra komnir frá kl. 16 til 18. Verð 10. 000 (systkinaafsláttur- 25%), fimm skipti. Skráning til 8. júní [...]
Seinni úrtaka Grana fyrir Landsmót 2016
Opin Gæðingakeppni Léttis verður haldin á Hlíðarholtsvelli 11-12. júní. Mótið er einnig seinni úrtaka Grana fyrir LM Skáningargjald er 4000 kr. á hest og er skráning ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Skráningu líkur á miðnætti þriðjudaginn 7. júní og er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add Mótið er úrtaka fyrir landsmót fyrir Léttir, Funa, Þráinn, Þjálfa, Grana [...]