Fimmtudaginn 11. ágúst fór hópur hestamanna í aðrar „göngur“ og smalaði fyrir Norðurþing á Húsavíkurlandi.
Frábær mæting var enda höfum við oft sýnt það og sannað að þegar á reynir þá stöndum við hestamenn saman og miklum ekki fyrir okkur hlutina.
Farið var með 3 hestakerrur með 15 hestum og eitt fjórhjól og gekk smölunin vel. Á annað hundrað kindum var smalað saman í þetta skiptið.
Eftir smölun var haldið í reiðhöllina þar sem beið okkar dýrindis kjötsúpa.
Stjórn Grana vill þakka fyrir skemmtilegan dag og frábæra mætingu, einnig vill Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjórni hjá Norðurþingi koma fram þakklæti til okkar hestamanna fyrir hjálpina.
Við erum frábær
Fleiri myndir má sjá á facebook síðu félagsins