Kæru félagsmenn nú er komið að því! Fyrsta innanhúsmót vetrarins er að bresta á.
Töltmót Grana og Þjálfa verður haldið í Bústólpahöllinni laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 13:00.
Keppt verður í tölti T8. Meira vanir og minna vanir.
Frjáls ferð upp á báðar hendur.
Skráning fer fram á staðnum og skráningargjald er 1000kr á hest.
Kaffisala verður á staðnum.
Frítt inn og vonumst til að sjá sem flesta.