Lög Grana

//Lög Grana
Lög Grana 2017-04-25T19:25:34+00:00

Lög Grana

1. grein.

Félagið heitir Hestamannafélagið Grani. Heimili þess og varnarþing er á Húsavík.

2. grein.

Tilgangur félagsins er:

1. Að greiða fyrir því að félagsmenn geti átt hesta, með því að útvega sameiginlega haga og aðra aðstöðu, svo sem byggingasvæði til frambúðar, er auðveldi félagsmönnum að eiga og nota hesta.
2. Að stuðla að réttri og góðri meðferð hesta og efla áhuga og þekkingu á þeim, með því að beita sér fyrir þeirri fræðslustarfsemi, sem aðstæður leyfa.
Og hafa iðkun hestaíþrótta á stefnuskrá sinni.
3. Að bæta reiðvegi út frá Húsavík og viðhalda þeim enda skal leitað stuðnings LH og Bæjarstjórnar Húsavíkur til framgangs þessu atriði.
4. Að gangast fyrir og skipuleggja lengri eða skemmri hópferðir á hestum.

3. grein.

Félagsmenn geta allir orðið konur sem karlar enda sé upptökubeiðni þeirra samþykkt á löglegum félagsfundi.
Æskilegt er að umsókn sé skrifleg og sendist formanni fyrir fund. Unglingar innan 14 ára hafa ekki kosningarétt né kjörgengi.

4. grein.

Árgjald félagsmanna skal ákveða á hverjum aðalfundi fyrir næsta starfsár. Skal það greitt fyrir 15. des. á starfsári.
Þeir sem skulda árgjald í 2 ár teljast ekki lengur félagar.
Ef um hjón er að ræða greiðir annað fullt árgjald, en hitt helming. Unglingar innan 16 ára eru gjaldfríir.
Árgjald fellur niður við 70 ára aldur.
Reikningsár félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar.

5. grein.

Stjórn félagsins skipa 5 menn, skal formaður kosinn sérstaklega. Síðan 4 menn í aðalstjórn og 3 varamenn skulu kosnir árlega. Allar kosningar skulu vera leynilegar, sé þess óskað. Stjórnin skiptir með sér verkum. Félagsstjórn hefur forgöngu í allri starfsemi félagsins.
Formaður stýrir félagsfundum nema annað sé ákveðið og er fulltrúi félagsins út á við. Ritari bókfærir gerðir félagsfunda, stjórnarfunda og skýrslur um framkvæmdir félagsins. Féhirðir annast innheimtu og reikningshald og greiðir úr félagssjóði eftir tilvísun formanns.

6. grein.

Á hverjum aðalfundi skulu kosnar eftirtaldar fastanefndir:

A: Haganefnd skipuð þremur mönnum og tveimur til vara. Verksvið hennar er að útvega sameiginlegan haga fyrir hross félagsmanna, slóðadraga og sjá um að girðingar haldi og sjá um innheimtu hagagjalda.
B: Félagsnefnd (útreiðarnefnd) skipuð þremur mönnum og tveimur til vara. Hún skal meðal annars efna til hópferða félagsmanna á hestum og skipuleggja aðra félagslega starfsemi félagsins.
C: Mótanefnd sér um mótahald á starfsári félagsins.
D. Firmakeppnisnefnd sem sér um firmakeppni félagsins.
E. Æskulýðsnefnd.
F. Kosnir skulu 3 fulltrúar til að sitja aðalfund Grána ehf og
fara með atkvæðisrétt fyrir hönd félagsins.

7. grein.

Aðalfund skal halda fyrir 15. apríl ár hvert.
Skal fundur boðaður með minnst viku fyrirvara.
Verkefni aðalfundar skulu vera:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Afgreiðsla reikninga.
3. Kosning stjórnar, nefnda og skoðunarmanna reikninga.
4. Þá er heimilt að taka fleiri mál upp á dagskrá aðalfundar, er fram kunna að koma hverju sinni.
Aðalfundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað.

8. grein.

Aukafundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir eða ef 10 félagsmenn eða fleiri æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni.
Aukafundur skal boðaður með minnst tveggja daga fyrirvara og telst þá löglegur.

9. grein.

Lögum félagsins skal aðeins breytt á aðalfundi.
Ber að auglýsa slíkt í fundarboðinu.

10 grein.

Tillögur um félagsslit skulu sæta sömu meðferð og lagabreytingar. Komi til þess að félagið yrði leyst upp skal Bæjarstjórn Húsavíkur, ráðstafa eignum þess í samræmi við tilgang félagsins.
Ráðstöfunarréttur á eignum félagsins kemur ekki til framkvæmda fyrr en að minnst 3 árum liðnum frá upplausn félagsins.

Lagabreytingar þessar öðlast þegar gildi.
.

Heimasíður félagsmanna

Bjarni Páll – Saltvík Hestamiðstöð
www.saltvik.is

 

Gísli Haraldsson og Einar Gíslason
www.hofdahestar.com

 

Ingólfur Jónsson & Karin Gerhartl
worldofhorses.123.is

 

Vignir Sigurólason og Berglind Sigurðardóttir
www.husavikurhestar.is