Skemmtileg og fræðandi helgi framundan

Hin magnaða Kristín Lárusdóttir heimsmeistari verður með námskeið helgina 16-17 jan í Bústólpahöllinni.
Kristín er menntaður reiðkennari frá Hólum.
Hún er Íþróttaknapi ársins 2015 .
Kristín átti hug og hjörtu allra hestamanna þegar hún fór Krýsuvíkurleiðina að sigri í tölti á heimsmeistaramótinu á Þokka frá Efstu-Grund, ásamt því að vera 5. í A-úrslitum í fjórgangi á HM. Hún og Þokki gerðu góða hluti í vor á keppnisbrautinni, m.a. var hún í 2. sæti í tölti á Íslandsmóti og náðu góðum árangri í bæði tölti og fjórgangi.
Hesthúsapláss á staðnum.
Enn er laust pláss á námskeiði hjá henni.
Skráning hjá Lilju í síma 8663060

Föstudaginn 15. Jan kl 20:00 verður hún með sýnikennslu í Bústólpahöllinni, með yfirskriftinni almenn þjálfun, Þar eru allir velkomnir , 1500 kr inn.
Opið hús verður í kaffistofunni á eftir, heitt á könnunni og kalt í ísskápnum.
Enginn posi 🙂

Kristín verður með fyrirlestur sem heitir , Þokki og ég, fyrir börn og unglinga í Grunnskólanum á Húsavík laugardaginn 16. Kl 11. 1000 kr inn og pizza á eftir.

2016-01-10T20:42:44+00:00 10 janúar , 2016|Fréttir, Reiðhöll, Viðburðir og námskeið|0 Comments

About the Author: