Pistill formanns 2015

Liðið og framundan hjá Grana 2015-2016

Ágæti félagsmaður.

Frá því í vor ,þegar nýtt starfsár hófst hefur verið líf og fjör í starfinu okkar
Völlurinn okkar er nær tilbúinn , æskulýðsnefndin hefur haldið 6 námskeið úti og inni með góðri þáttöku,við héldum firmakeppni,fjölskyldudag með Þjálfa,þar sem mættu um 100 manns.
Teymdum undir börnum í leikjaskóla Völsungs í 2 daga í sumar og á 17. Júní.
Sýndum gæðinga og járningar  á Mærudögum.
Málþing um samstarf við Þjálfa og Feyki með þá niðurstöðu að formenn félaga ætla að tala sig saman um viss sameiginleg verkefni.
Ekki má gleyma að minnast á reiðhallarballið sem tókst í alla staði vel,og fjáröfluðum við fyrir 700 þús, sem rann  til Bústólpahallarinnar.
Fákafjör tókst vel  sem og uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins.
Við mættum líka vel í grillveislu ,súpuveislu og fiskiveislu sem voru mjög bragðgóðar,og gáfu vel af sér , starfinu okkar til stuðnings, takk fyrir það.
Auk  félagsmanna sem kepptu á ýmsum sterkum mótum undir okkar merkjum með góðum árangri.
Það er gaman að nefna að um 10 nýjir félagsmenn hafa bæst í félagið í ár.
Af Grána ehf er það að frétta að Grani á nú 75 % í höllinni, sem stendur nokkuð skuldlaus í dag,eftir mikið átak í fjáröflun, höllinni til stuðnings og er algjör samstaða milli hestamannafélaganna 2 um að reka höllina saman.
Ef ekki væri fyrir alveg frábæra öfluga  félagsmenn,þá hefði ekkert af þessu orðið að veruleika.

Framundan er líflegt starf ,sem veltur þó allt á þér felagsmaður góður,því félagið er eins öflugt og félagsmenn sjálfir.
Ég minni á jólabingóið sem verður haldið  30. Des kl 20:00 í Framsýnarsalnum, vonandi mætum við sem flest þangað.
Námskeiðshald verður fjölbreitt og vonandi finna allir við sitt hæfi.
Í vetur verður sameiginlegt barna og ungmennastarf Grana og Þjálfa í höllinni í umsjón æskulýðsnefnda beggja félaga. Ég er viss um að það verður metnaðarfullt og líflegt.
Það sem er á döfinni í námskeiðum er helst að nefna Kristínu Lárusdóttir heimsmeistara í tölti,enn hún kemur með námskeið í janúar ef næg þáttaka verður,
Erlingur Ingvarsson verður með staka tíma í boði mánaðarlega,hann mun einnig sjá um þau börn og ungmenni sem eiga hest og þurfa utanumhald menntaðs kennara.  Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir kemur þrisvar yfir veturinn með lokuð námskeið fyrir þá sem vilja. Hún kemur fyrst um mánaðarmótin jan/ feb.
Síðast enn ekki síst ætlar Pétur Vopni að vera með brekkudómaranámskeið fyrir okkur.
Þessi námskeið verða auglýst þegar tímasetningar liggja fyrir.
Það væri gaman að hafa hitting yfir kafibolla eða súpu einu sinni í mánuði , ég óska hér með eftir sjálfboðaliðum í að halda utanum það !
Þetta verður magnaður vetur hjá okkur, það er ég viss um.
Við höldum Ísmótið okkar,eitt innimót fyrir börn og unglinga og vonandi eitt vetrarmót á vellinum. Einhverjir héðan verða vonandi í liði KEA mótaraðarinnar.
Það er gaman að vera í Hestamannafélaginu Grana og fá að starfa með ykkur, ég er alveg rosalega ánægð hvað margir eru fljótir til að koma og hjálpa  þegar þarf að vinna einhver verk. Við getum staðið saman þegar á reynir, það hefur alveg sýnt sig á árinu.
Og auðvitað allt í sjálfboðavinnu sem er lífæð íþróttastarfs okkar.
Eitthvað er nýja verðskráin í höllina að angra suma félagsmenn og langar mig að biðja fólk að muna að ég bað um traust þetta árið til að gera mitt besta fyrir félagið og höllina, það finnst mér ég hafa gert, og mun aldrei nokkurn tímann vinna að þessu félagsstarfi okkar ,nema með hagsmuni heildarinnar í huga.
Með það að leiðarljósi í fullri samvinnu við stjórn Grána ehf var ákveðið að minnihlutahópar eins og lífeyrisþegar greiddu minna sem og börn að 18 ára aldri, enda fylgir þeim styrkur frá Æskulýðs og tómstundanefnd Norðurþings.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs takk fyrir það liðna.

2016-01-05T20:37:47+00:00 30 desember , 2015|Fréttir|0 Comments

About the Author: