Fákagleði

Fákagleði Grana
Nú er komið að hinni árlegu Fákagleði okkar Granafélaga laugardaginn 3.sept.
Lagt verður af stað úr Traðagerði klukkan 15:00 (börn velkomin með í fylgd með forráðamanns)og mun Bjarki finna einhverja skemmtilega leið fyrir okkur suður í Bústólpahöll þar sem taka við leikir, glens og gaman. Að lokum verður svo grillað í Bústólpahöllinni og gleði fram eftir kvöldi.
Heyrst hefur að Dísa muni stjórna í grillinu, Besti mæti með dekk í setudans til að rifja upp gamlar minningar og Siffi kemur væntanlega og hirðir stígvélakastsbikarin. Fjölmennum og eigum góðan dag saman ☺
Grillið kostar aðeins 1000. Skráning í matinn fer fram hjá Lilju í síma 866-3060 fyrir kl 20:00 fimmtudaginn 1 sept

Kveðja Stjórnin

2016-08-30T17:38:26+00:00 30 ágúst , 2016|Fréttir|0 Comments

About the Author: