Fræðslu- og menningarferð Grana

Frábær menningarferð að baki.

Lögðum af stað kl.9 frá Húsavík og fórum í heimsókn í Garðshorn á Þelamörk fyrir hádegi. Þar var tekið höfðinglega á móti okkur. Fyrst var farið í hesthúsið, hestakostur skoðaður og hitt og þetta spurt. Svo var boðið upp á kaffi og með því á meðan Birna og Agnar sýndu okkur smá myndband um hrossaræktina þeirra.
Eftir það fengum við okkur hádegismat á Akureyri og héldum áfram í Litla-Garð. Þar fengum við líka höfðinglegar móttökur. Herdís og Biggi spjölluðu við okkur um þeirra hrossarækt og afrekshross frá Litla-Garði/Árgerði áður en við skoðuðum hesthúsið og hrossin. Margt efnilegt þar á ferð m.a. 2 Gangstersynir á 4.v.
Eftir það var ferðinni heitið heim og trúið mér, við vorum með nógu efni til að spjalla og spekúlera um.

Skemmtileg ferð og þurfum við greinilega að gera þetta oftar. Það er hollt að víkka sjóndeildarhringinn!

 

 

 

2018-11-19T15:18:33+00:00 19 nóvember , 2018|Fréttir|0 Comments

About the Author: