Reiðkennsla

Sunnudaginn 28. apríl kemur Ásdís Helga reiðkennari aftur til okkar í Bústólpahöllina.
Ásdís kennir lengra komnum krökkum almenna reiðmennsku og Trec-þrautir. Krakkarnir mæta tvisvar yfir daginn. Fyrst er reiðkennsla og síðar um daginn eru Trec-þrautir (3 manna hópar – 50 mín í senn). Verð 7000 kr á barn. Æskulýðsnefnd Grana greiðir niður námskeiðið um 2000 kr fyrir börn í Grana.

Fullorðnum er boðið uppá reiðkennslu (paratími 50 mín – 3500 kr á mann) eða (einkatími 30 mín – 4500 kr).

Skráning fyrir 24 apríl í síma 696-2227 Hugrún Rúnarsdóttir.

Hvetjum við sem flesta að taka þátt.

2019-04-17T10:58:08+00:00 17 apríl , 2019|Fréttir|0 Comments

About the Author: