Myndarlegur styrkur frá Sparisjóðnum

Frábærar fréttir að Sparisjóðurinn veitti okkur hestamönnum í Þingeyjarsýslu myndarlegann styrk til uppbyggingar hestamennsku á svæðinu. Takk kærlega fyrir.

Frétt af 640.is

„Vegna góðrar afkomu síðasta árs veitir sjóðurinn um 10 mkr. til samfélagslegra verkefna á starfssvæði sínu. Á aðalfundinum voru Hestamannafélögunum Grana og Þjálfa veittur styrkur að fjárhæð 1 milljón króna til eflingar kennslu í hestaíþróttum fyrir börn og unglinga. Einnig var Daladýrð, húsdýragarðinum í Fnjóskadal veittur styrkur að sömu fjárhæð eða 1 milljón.

Hjá sparisjóðnum eru 11 starfsmenn á þremur afgreiðslustöðum, Laugum, Húsavík og í Reykjahlíð. Sparisjóðsstjóri er Gerður Sigtryggsdóttir.
Í stjórn Sparisjóðsins eru Ari Teitsson, Anna Karen Arnarsdóttir, Helgi Héðinsson, Ragnheiður Þórhallsdóttir og Reinhard Reynisson. Fyrsti varamaður er Elísabet Gunnarsdóttir og annar varamaður er sr. Þorgrímur G. Daníelsson.“

2019-05-23T21:20:03+00:00 12 apríl , 2019|Fréttir|0 Comments

About the Author: